Spurningar og svör
Hvernig eru stærðirnar á Kósýgöllunum?
Stærðirnar á kósýgöllunum okkar eru í minni kantinum. Ef þú ert á milli stærða þá mælum við með að taka stærri stærðina. Hægt er að skoða stærðartöfluna okkar hér. Það er ekkert mál að skipta galla ef hann passar ekki.
Hvernig eru stærðirnar á Kósýpeysunum?
Peysurnar koma í tveimur stærðum. Fullorðins stærð og barna/unglinga stærð. Við mælum með að þeir sem eru yfir 160-170cm taki fullorðins og þeir sem eru undir taki barna/unglinga stærð. Peysurnar eru hannaðar til þess að vera stórar og kósý og passa á sem flesta. Hérna er stærðartafla
Hvernig skila ég eða skipti vöru?
Það er 30 daga skilafrestur og það er lítið mál að skila eða skipta. Til þess að skila eða skipta vöru þarf að fylla út formið hér: Skilað og skipt
Framlengdur skilafrestur jólagjafa
Vörur sem keyptar eru frá og með 15.september 2023 er hægt að skipta í aðra vöru til 31.janúar 2024 frekari upplýsingar hér: Skilað og skipt
Hvað tekur langann tíma að fá heimsent?
Samdægursheimsending á höfuðborgar svæðinu ef pantað er fyrir kl. 12 á virkum dögum, annars daginn eftir. Afhendingartími er alla jafna 1-2 virkir dagar.
Frekari upplýsingar á: Afhending
Er hægt að sækja pöntun?
Það er ekki hægt að sækja pantanir hjá okkur. Það er hægt að velja á milli heimsendingar eða að sækja á næsta afhendingarstað Dropp.
Hvað kostar að fá heimsent?
Ef verslað er fyrir 12.000kr eða meira er frí heimsending!
Heimsending kostar 1290 kr á höfuðborgarsvæðinu en 1390 kr á landsbyggðinni.
Að sækja á næsta afhendingastað Dropp kostar 790 kr á höfuðborgarsvæðinu en 990 kr á landsbyggðinni.
Þvotta upplýsingar
Við mælum með að þvo kósýgallana og kósýpeysurnar með köldu vatni (max 30c) á lágum snúning og með mildu þvottaefni. Hengja svo upp til þerris, má ekki þurrhreinsa, strauja eða þurrka í þurrkara.
Hvernig hef ég samband?
Hægt er að hafa samband hér: Hafa samband. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á kosygallar@kosygallar.is og við svörum eins fljótt og auðið er.