Útsalan heldur áfram 20-30% afsláttur af öllum kósýgöllum

Spurningar og svör


Hvenær er seinasti séns til þess að panta jólagjafir?

Til þess að öruggt sé að sendingar berist fyrir jól verður að panta fyrir kl.12 að hádegi 23.desember fyrir höfuðborgarsvæðið og fyrir kl.12 að hádegi 22.desember fyrir landsbyggðina. Flytjandi hefur afgreiðslustaði sína opna til kl.12 að hádegi 24.desember.

Afgreiðslan í Górilla vöruhúsi er opin frá kl.12-17 alla virka daga. 23.desember er opið frá kl.12-19. Lokað 24.desember.

Keyrt er út pantanir samdægurs sem berast fyrir kl.12 að hádegi alla virka daga til og með 23.desember á höfuðborgarsvæðinu.

Ef ég kaupi jólagjöf núna er hægt að skipta ef gallinn passar ekki eftir jólin?
Já það er ekkert mál, hjá okkur er framlengdur skilafrestur jólagjafa. Vörur sem keyptar eru frá og með 1.október 2020 er hægt að skipta í aðra vöru til 31.janúar 2021.
Hvernig eru stærðirnar á göllunum?
Stærðirnar á kósýgöllunum okkar eru í minni kantinum. Hægt er að skoða stærðartöfluna okkar hér. Það er ekkert mál að skipta galla ef hann passar ekki.
Er hægt að fá endurgreitt?
Já það er hægt að fá endurgreitt. Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skipt eða skilað ef hún er í upprunalegum umbúðum, ónotuð, í upprunalegu ástandi með miðanum á. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er komin í hendur viðtakanda.
Aðeins er endurgreitt á þann aðila sem greiddi fyrir vöruna upphaflega, sá sem fær vöru að gjöf getur því aðeins krafist vöruskipta en ekki endurgreiðslu 
Hvað tekur langann tíma að fá heimsent?
Hægt er að fá pantanir sendar með Flytjanda og er afhendingartími alla jafna 1-2 virkir dagar. Sendingar utan höfuðborgarsvæðisins þarf að sækja á næstu afgreiðslustöð Flytjanda. Pantanir sem berast fyrir kl. 13 fara í útkeyrslu samdægurs, pantanir eftir það fara í útkeyrslu næsta virka dag. Pantanir á höfuðborgarsvæðinu berast samdægurs ef pantað er fyrir kl. 12. Sendingarkostnaður er 950kr.
Er hægt að sækja ?
Já það er hægt að sækja pantanir í Górilla vöruhús að Vatnagörðum 22, 104 Reykjavík. Opið alla virka daga frá kl. 12 - 17. Pantanir sem berast eftir kl. 16 er hægt að sækja næsta virka dag.
Er hægt að borga á staðnum?
Nei það er ekki hægt að borga á staðnum. Allar pantanir verða að berast í gegnum netverslun áður en komið er að sækja.
Hvernig hef ég samband?
Hægt er að hafa samband hér: Hafa samband. Einnig er hægt að senda okkur tölvupóst á kosygallar@kosygallar.is