fara í aðalefni

Karfan þín

Karfan þín er tóm eins og er.
Smelltu hér til að halda áfram að versla.

Skilmálar

Upplýsingar

Kósýgallar er íslensk vefverslun, stofnuð árið 2018. Við seljum kósýföt eins og stórar kósýpeysur, vandaða heilgalla úr flísefni (svokallaða kósýgalla), náttsloppa, inniskó og fleiri svipaðar vörur.

Vörurnar okkar er einungis hægt að versla á netinu. Hægt er að hafa samband við okkur hér: Hafa samband eða á kosygallar@kosygallar.is

Kósýgallar er í eigu Hreinlátur ehf, Kt. 420620-1600 Vsk.nr. 13894

 

Greiðsla

Við bjóðum upp á greiðslu með kredit- og debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum Borgun eða Pei.

 Heimsending með Dropp á höfuðborgarsvæðinu - 1290 kr

Hægt að fá pantanir sendar með Dropp og er afhendingartími alla jafna 1-2 virkir dagar. Pantanir á höfuðborgarsvæðinu sem berast fyrir kl. 12 á virkum dögum eru afhendar samdægurs. Annars næsta virka dag.

Sending með Flytjanda utan höfuðborgarsvæðis - 1390 kr

Sendingar utan höfuðborgarsvæðis þarf að sækja á næstu afgreiðslustöð Flytjanda. Pantanir sem berast fyrir kl. 12 á virkum dögum fara í útkeyrslu samdægurs, Annars næsta virka dag.

Sending á næsta afhendingastað Dropp - 790 kr á höfuðborgarsvæðinu en 990 kr á landsbyggðinni.

Ef þú velur að sækja pöntun þína á næsta afhendingarstað Dropp þá getur þú sótt pöntun þína á þeim tíma sem þér hentar best. Þú velur þann afhendingastað sem hentar þér t.d. á afgreiðslustöð N1 á leið úr vinnu eða álíka. Pantanir sem berast fyrir kl. 12 á virkum dögum eru tilbúnar til afhendingar sama dag frá kl. 17. Annars næsta virka dag.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda okkur línu á Hafa samband eða á kosygallar@kosygallar.is

 

Verð

24% virðisaukaskattur er innifalinn í öllu vöruverði

 

Vöruskil

Skilafrestur er 30 dagar frá kaupum. Vöru fæst aðeins skipt eða skilað ef hún er ónotuð, í upprunalegu ástandi með miðanum á. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er komin í hendur viðtakanda.

Tilkynna skal um vöruskil eða skipti með því að fylla út fomið hér: Skilað og skipt Við munum afgreiða allar slíkar beiðnir fljótt og svörum eins fljótt og auðið er.

ATH: Áður en skipt er vöru í vöruhúsi þarf að fylla út formið hér að ofan, þegar svar hefur borist á netfang þá er hægt að skipta í vöruhúsi.

Hægt er að skila og skipta vöru í Górilla vöruhúsi að Korputorgi
Blikastaðavegi 2-6, 112 Reykjavík, Opið virka daga kl. 08-16. Lokað í hádegi milli kl. 11-11.45. Einnig er hægt að skipta vöru með því að senda hana í pósti og fá þá senda aðra vöru í skiptum senda með Dropp.

Framlengdur skilafrestur Jólagjafa. Vörur sem keyptar eru frá og með 15.september 2023 er hægt að skipta í aðra vöru til 31.janúar 2024

Aðeins er endurgreitt á þann aðila sem greiddi fyrir vöruna upphaflega, sá sem fær vöru að gjöf getur því aðeins krafist vöruskipta en ekki endurgreiðslu. Gjöfum er hægt að skipta í aðra vöru innan 30 daga. Endurgreiðsla er gerð í sama formi og greitt var fyrir vöruna. Endurgreiðsla er upp að sömu upphæð og varan var keypt á.

Heimsendingargjald fæst ekki endurgreitt og greiðir viðskiptavinur sendingargjald á endursendingu ef það á við. Athugið að kaupandi ber ábyrgð á sendingunni þar til hún hefur borist Kósýgöllum.

 

Ábyrgðarskilmálar

Ef vara telst gölluð þá skiptum við henni út fyrir aðra vöru, gerum við hana eða endurgreiðum, allt án kostnaðar fyrir viðskiptavini. Réttur neytanda til að fá vöru bætta er í samræmi við neytendakaupalög nr. 48/2003.

 

Fyrirvari

Allar upplýsingar og verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og myndbrengl. Kósýgallar áskilja sér rétt til þess að hætta við pöntun komi í ljós að varan hafi verið vitlaust verðmerkt eða uppseld. Í þeim tilfellum fær viðskiptavinur endurgreitt.

 

Persónuvernd

kosygallar.is notar svokallaðar vefkökur (e.cookies) til þess að safna upplýsingum og bæta þjónustu okkar. Við söfnum og geymum upplýsingar um viðskiptavini okkar og þá sem nota síðuna til þess að geta boðið persónulegri og betri þjónustu. Þegar þú ert í viðskiptum hjá okkur söfnum við upplýsingum sem tengjast viðskiptasögu þinni hjá okkur. Við söfnum einnig upplýsingum um þá sem skrá sig á póstlista og þá sem nota vef okkar. Með því að nota síðuna samþykkir þú þessa skilmála.

 

Trúnaður

Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga. Kósýgallar munu ekki í neinum tilvikum veita þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna.

 

Varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.